Hægan hægan

Viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, sagði í athyglisverðu viðtali við Bubba í vikunni að skörp lækkun stýrivaxta hefði ekki nauðsynlega góð áhrif á heimilin.  Lækkun stýrivaxta gæti leitt til veikingu krónu sem hefur í för með sér meiri verðbólgu.  Auk þess er helsta vandamál fyrirtækja í dag ekki hátt vaxtastig, þó að það sé hrikalegt, heldur hækkun gengisbundinna skulda þeirra.

Á síðu SA kemur fram: "Gengisbundin lán fyrirtækja námu 73% af skuldum þeirra í mars 2008 en hlutur þeirra var 56% í ársbyrjun 2004. Sama þróun átti sér stað hjá heimilunum þar sem hlutur gengisbundinna skulda þeirra jókst úr 4% heildarskulda í ársbyrjun 2004 í 22% í mars 2008."

Skörp vaxtalækkun hjálpar sumum en án gjaldeyrishafta kæmi slík lækkun jafnvel til með að gera núverandi ástand enn verra.  Hver tæki ábyrgð á því?

 


mbl.is Lækka vexti þegar í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband