Atvinna

Umræðan og ýmsar lagasetningar sem henni tengjast hefur undanfarið verið á þeim nótum að nauðsynlegt sé að fólk auki við neyslu sína.  Margir halda að aukin neysla sé nauðsynleg til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á nýjan leik.

Hefur til að mynda heyrst að við ættum að auka neyslu okkar á nýjan leik til að hjálpa efnahagnum.  Margt það sem flestir flokkar hafa nú þegar lofað snýst í kringum örvun neyslu, svo sem aukning vaxtabóta og aðrar niðurfellingar gjalda.

Ástæða þess að við getum neytt meira nú en fyrir nokkrum áratugum síðan er að við framleiðum meira.  Það var óhófleg neysla, hjá heimilum og fjármálastofnunum, sem kom okkur í núverandi vanda.  Aukin framleiðsla er lykillinn að því að við náum að vinna okkur úr honum. 

Fjármagn á ekki að streyma í aukna neyslu.  Við þurfum að draga hana saman og setja fjármagn þess í stað í arðbærran rekstur.

Í sjónvarpsumræðum gærkvöldsins var rætt um atvinnu en enginn virtist skilja þessa staðreynd jafn vel og Guðjón Arnar Kristjánsson hjá Frjálslynda flokknum.  Þó svo að ég hafi verið um tíma í framboði fyrir hreyfingu sem var með ESB fremst á stefnuskrá sinni þá furða ég mig á því hversu lítil umræða hefur verið um þetta málefni.  Flestir aðilar sem hafa rætt um atvinnumál hafa komið með tölur um fjölda nýrra starfa en afar hvernig ætti að skapa þau hefur verið óljóst.

Verði kosið á nýjan leik innan skamms tíma vona ég að þetta verði framarlega í umræðunni.  Allt tal um greiðsluaðlögun, leiðréttingu skulda, virði fasteigna, refsun útrásarvíkinga o.s.frv. skiptir litlu máli til lengri tíma ef atvinnusköpun á sér ekki stað.

Þetta skiptir mig mestu máli þegar að ég fer í kjörklefann á eftir.  Hverjir koma til með að skapa atvinnu næstu misseri og með hvaða hætti.  


mbl.is Gengur hægt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt, og greinilegt að Íslendingar ætli ekki, ekki frekar en Bretar, læra að láta tekjur duga fyrir skuldum.  Ég var alinn upp af gömlum bankastjóra, og var sagt við mann oftar en tvísvar, að maður ætti að hugsa öll útgjöld á ársgrundvelli þannig að þau fari ekki yfir árstekjur.  Þetta er lexía sem ríkið ætlar seint að læra.

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Mási. Gæti ekki verið meira sammála. Góð grein. Það má alveg búast við því að það verði kosið aftur fljótlega þegar Búsáhaldabyltingin II hefst.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband