Iceland's Manic Millennium

Ári eftir að hrunið átti sér stað er enn verið að spyrja:  Hvernig gat þetta gerst?  Bent hefur verið á slaka peningamálastefnu, s.s. vaxtastefnu og óheftu fjárflæði á milli landa, slöku regluverki, skort á aðhaldi hjá fjármálaeftirlitinu og of auðvelds aðgangs að fjármagni.  Stjórnmálamenn sváfu á verðinum en þeir voru, eins og allt þjóðfélagið í heild, helteknir af bjartsýni.

Í Masters ritgerð minni, Only Yesterday & Today, hef ég skírt tímabilið í undanfara hrunsins á Íslandi sem the Manic Millennium til samanburðar við the Roaring Twenties í Bandaríkjunum í undanfara Kreppunnar miklu.  Eins og í hruninu 1907 höfðu aldamótin jákvæð áhrif á samfélagið; nýtt skeið var að renna upp sem gaf væntingar um betri tíma.  Ein af helstu niðurstöðum ritgerðarinnar er að jákvæð stemmning sé eitt af því sem skiptir miklu máli við að skapa farveg slíkra óskapa sem við höfum lent í.  Það skýrir að hluta til af hverju yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar var jákvæður gagnvart hækkun íbúðalána í 90%, sem hefur reynst vera bjarnargreiði, og litla gagnrýni á þeirri ótrúlegu útlánaþenslu sem átti sér stað.  Eftirfarandi, sem að er stytt og skorin útgáfa af hluta samantektar ritgerðarinnar (eins og titillinn gefur til kynna þá er hún á ensku), lýsir þessu ágætlega. 

Galbraith (1997) maintains that credit has on numerous occasions, both before and after the Roaring Twenties, been easy without causing speculation.  As with deregulation, easy money by itself does not cause unsound speculation leading to disaster.  Galbraith states that the mood is far more important than the rate of interest, some sort of conviction that ordinary people should be rich.  A pre-requisite is trust in leaders and even the benevolence of others to create a boom (Galbraith, 1997). 

How could such misguided trust build up?  “When people are cautious, questioning, misanthropic, suspicious, or mean, they are immune to speculative enthusiasms” (Galbraith, 1997, p.170).  Until then, it is as if the crowd lets its guard down and the potential of speculative mania begins brewing.  In explaining the crash of 1907, 101 years prior to the recent one, Robert F. Bruner and Sean D. Carr explain that the precursor to financial instability was a rapidly changing environment creating a false optimism about the future, stating that: “Every major financial panic has occurred after an episode of rapid economic growth” (Bruner & Carr, 2007, p.158).  The longer the period of prosperity continues, the more invincibility begins forming among the crowd.  Warnings of an imminent crash are not generally only futile but may even amplify speculation.  Kindleberger (1996) likens the warnings to the boy who cried ‘Wolf.’  Even though economic forecasters may know the undesired direction markets are leading into, foretelling the precise timing of the bust is limited.  As the course of speculation grows longer, and thus more severe, repeated warnings become more trepid and those who have ignored them have created a self-reinforcing conviction of their speculative actions. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Góður titill.  Er með örlítið innlegg inn í þetta.  Þegar ég var við MBA nám í Boston, voru þar ýmsir Kaupþingsmenn og aðrir 'snillingar'.  Á þeim tíma birtist fyrsta ofurlaunagreinin mér vitandi, Business Week, "Disney CEO has $72,000 / hour".

Mikið var rætt um ofurlaun í kjölfarið og ég tók eftir því að samkeppni á því sviði fór af stað.  Fjallað var um ýmsar hættur í MBA náminu tengdu ofurlaunum og hvernig bæri að varast þær.  Þegar ég sneri aftur hingað 1998 tók ég eftir því að svo virtist sem aðvaranir sem skólarnir héldu frammi væru vitvitandi nýttar hér af stjórnendum til þess að skara eld að eigin köku. Langtímahorfur fyrirtækjanna voru aukaatriði.

Vissir aðilar sáu hvernig hægt var að færa fé til eigin nota og beittu aðferðum sem mikið var varað við í bandarískum skólum 1995 - 8. Öll félög sem aðhylltust slíka stefnu eru gjaldþrota í dag.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.10.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband