1929 - 25. & 26. okt. - S T E A D Y & Organized Support

Föstudaginn 25. október og laugardaginn 26. október voru tíðindalitlir dagar hvað verðsveiflur varðar en magn viðskipta var gífurlegt.  Ákveðið reiptog var í gangi á milli tveggja fylkinga á kaup- og söluhliðum. 

Á söluhliðinni voru sumir sem þóttust skynja að veislunni væri lokið og best væri að selja hlutabréf sín og setja fjármuni sína í tryggari fjárfestingar.  Auk þess höfðu undanfarnar lækkanir orðið til þess að margir sem höfðu fjármagnað hlutabréfakaup sín með lánum í þeirri stöðu að þurfa að bæta við tryggingar eða neyðast til að selja; margir neyddust til að selja.  Þessu til viðbótar voru bankarnir sem keypt höfðu bréf á fimmtudeginum að selja eitthvað af þeim aftur til að eiga fjármagn á hliðarlínum ef söluþungi ykist á nýjan leik. 

Á kauphliðinni var töluverður fjöldi manna sem vonuðust (augljóslega) að botni hefði verið náð eftir miklar lækkanir.  Í bókinni Only Yesterday lýsir Allen því þannig að oft hafi því verið haldið fram að víðsvegar að 'tíminn til að kaupa er þegar að útlitið væri sem svartast'.  Því má við bæta að gengi hlutabréfa var á þeim tímapunkti svipað því sem það var í upphafi árs, aðeins lægra þó (þetta svipar örlítið til þess sem greiningardeildir á Íslandi spáðu í upphafi árs 2008).  Í e.t.v. einhverri mótsögn þess að útlitið væri svo dökkt þá gaf Herbert Hoover yfirlýsingu frá sér þá helgi að "the fundamental business of the country, that is, production and distribution of commodities, is on a sound and prosperous basis".  Fleiri jákvæðar yfirlýsingar frá þekktum mönnum birtust í blöðunum þá helgi sem höfðu mörg hver það sammerkt að 'fundamental business' væra að finna í þeim.  Yfirlýsingar á svipuðum nótum dundu á Íslendinga mánuði fyrir hrun, yfirlýsingar sem skort augljóslega 'fundamentals'.  Eitt verðbréfafyrirtæki auglýsti um helgina í Wall Street Journal með fyrirsögninni "S-T-E-A-D-Y Everybody!  Calm thinking is in order.  Heed the words of America's greatest bankers."  Hlegið var að ofangreindum lýsingum í mörg ár síðar meir, en því miður eru líkingarnar við undanfara íslenska hrunsins óþægilega miklar.  Og það sem fylgdi í kjölfarið var allt annað en "S T E A D Y".

Organized Support

Eitt af því sem einnig jók á bjartsýni manna var að kerfisbundinn stuðningur ('organized support') við gengi hlutabréfa virtist virka.  Slíkur stuðningur kom í veg fyrir að hrunið 1907, sem var þá enn ofarlega í hugum margra Bandaríkjamanna, með inngripum J.P. Morgan og hóps bankamanna sem komu í veg fyrir lausafjárkreppan færi varanlega úr böndunum. 

Í uppganginum á þriðja áratugnum var það algengt að menn tækju sig saman við að keyra gengi hlutabréfa upp og niður, aðallega upp þó.  Þar sem að 'allir' voru að græða þá voru slíkar aðgerðir merkilega gagnrýnislausar.  Flestir hugsuðu fyrst og fremst að fá að vera með, svona eins og að fá nokkra mola af stóru kökunni. 

Vonir um kerfisbundinn stuðning voru því eðlilegar á þessum tíma.  Ólíkt því sem gerðist hér nýlega, þá vissu allir/flestir um stóran hluta slíkra viðskipta, þó oftast ekki fyrr en síðar.  Hér var kerfisbundinn stuðningur í gangi þar sem að bankar lánuðu eignarhaldsfélögum til kaupa sinna eigin bréfa í þeim eina tilgangi til að halda gengi þeirra uppi (m.a. vegna lánasamninga sem kváðu á að gengi hlutabréfa bankans mættu ekki fara fyrir neðan ákveðinn mörk, sem er svipað því að fá regnhlíf lánaða en með ákvæði um að hún yrði tekin af manni þegar að rigndi verulega).

Ekki hafa þó heyrst sögur af því að íslenskir bankamenn hafi haft hag af því að virði fyrirtækja þeirra færi niður.  Albert H. Wiggin, þáverandi bankastjóri Chase National Bank, sló líklegast nokkur met í þeim efnum.  Hann (þ.e. eignarhaldsfélag hans) tók lán til að fjármagna skort sölu í sínum eigin banka! Þetta gerði hann aðeins mánuð fyrir hrun og færði góð tímasetning hans honum mikinn auð.  Hagnaður hans varð því til kominn við tapi hans eigin fyrirtækis.  Þegar ég hugsa mig um, e.t.v. er til svipað dæmi á Íslandi.

Sjá hér:

24. október, 1929

23. október, 1929

22. október, 1929 

21. október, 1929  

 

Minni á að ég verð með fyrirlestur á árlegri ráðstefnu Þjóðarspegilsins þann 30. október í Háskóla Íslands, Háskólatorgi 105, sem nefnist Once in Khaki Suits; titillinn er tilvísun í lagið Brother, Can You Spare a Dime?  Fjallað verður um samanburð um eigindlega þætti þess tímabils sem gjarnan er nefnt the Roaring Twenties sem var undanfari hrunsins í Bandaríkjunum og þess tíma mikillar bjartsýni sem við Íslendingar byrjuðum að upplifa árið 2003 og stóð fram að hausti 2008. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Brilljant innlegg hjá þér undanfarið.

Ísland er víst núna komið amk. semi á dagskrá hjá AGS að maður heyrir. Þetta er þjóðargjaldþrotið sem má ekki koma af stað skriðu sífellt stækkandi þrotabúa. Dollarinn og pundið hrynja undan gjörspilltri og siðlausri stjórn og fjöldamorðum og stríðum á upplognum forsendum.

Baldur Fjölnisson, 26.10.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband