100% Öryggi?

Ákveðið fjármálafyrirtæki hefur undanfarið auglýst 100% öryggi í fjárfestingum.  Ég vissi ekki að þetta væri löglegt.  Þessi auglýsing minnir mig á kollega minn sem í samtali við viðskiptavin mælti með bandarískum ríkisskuldabréfum með þeim orðum að þau væru 100% örugg.  Yfirmaður okkar frétti af ráðgjöf hans og spurði hann hvort að hann sjálfur ábyrgðist endurgreiðslu bréfanna; svarið var auðvitað nei.   Nú spyr ég eigendur þessa fjármálafyrirtækis slíkt hið sama; ábyrgjast þeir persónulega 100% þess fjár viðskiptavina þeirra sem þeim er treyst fyrir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir hafa sennilega ekki áttað sig á að þeir eru ekki með triple A lengur.  Annars væri nú gustukaverk hjá þér að nefna þetta kompaní. Mér finnst engin ástæða til að vera með neina hálveljgu, þegar loddarar eiga í hlut.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er Ísland. Tryggingafélagið Vörður tekur enn við iðgjaldagreiðslum en er á hausnum og getur ekkert borgað. Er á undanþágu en fjármálaeftirlitið sem veitti undanþáguna ætlar ekki að borga ef Vörður stendur ekki undir bótagreiðslum.

Einar Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þetta sýnir bara "siðblinduna" hjá þessu liði - það hefur í raun ekkert lært af hruninu.  Hrokinn, lygarnar & hræsnin eru ennþá tilstaðar, ótrúlegt en satt.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 5.9.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

 Jón Steinar, rétt hjá þér, óþarfi að segja ekki hver eigi í hlut.

Már Wolfgang Mixa, 6.9.2009 kl. 16:12

5 identicon

Þetta fyrirtæki er á vegum Ingólfs hjá spara.is - maðurinn sem ráðlagði öllum að taka erlend lán og sagði aðalhagfræðing ASÍ vera úrtölurödd þegar hann benti á gengisáhættuna. Einnig að peningamarkaðssjóðir væru áhættulaus fjárfesting. Skrítnast finnst mér að þessi maður virðist komast upp með nánast hvað sem er. Gagnrýnir verðtryggðan sparnað útaf "verðhjöðnun" - sem birtist í einni mælingu, en kemur svo í fjölmiðla 2 mánuðum seinna og segir verðtryggðan sparnað vera bestan til langs tíma.

Hafsteinn Þór (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband