Lög ungra verðbréfagutta og Hrunsins

Hef verið með skoðanakönnun á léttum nótum í töluverðan tíma þar sem spurt er hvaða lag eigi best heima í lögum ungra verðbréfagutta.  Nú þegar að 365 hafa svarað, ein manneskja fyrir hvern dag ársins, set ég punktinn á þetta. 

Ég þóttist vita að ABBA og Pink Floyd yrðu í efstu sætunum en annað kom á daginn.

Mest kom á óvart að 10 CC voru efstir með lagið Wall Street Shuffle.  Með h.u.b. jafn mörg atkvæði var Gilligill lagið Pabbi minn er miklu ríkari en pabbi þinn.  Þessi lög fengu fleiri en 5% atkvæða:

Wall Street Shuffle - 10 CC 21,6%

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn - Gilligill 21,1%

You Never Give Me Your Money - The Beatles 8,2%

Jakkalakkar - Bubbi (1992) 7,7%

Sirkús Geira Smart - Spilverk Þjóðanna 6,8%

Money - Pink Floyd 6,8%

Money, Money, Money - ABBA 6,0%  

Ég var að spá í að vera með könnun um lag Hrunsins en tel að Ourlives séu þar augljósir sigurvegarar með laginu We Lost the Race.  Hægt er að sjá lagið hér - http://www.youtube.com/watch?v=sbVml3P4FBY  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=ZUNSxRJfwyM

Jóhann (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband