Farsælast að stunda hefðbundna bankastarfsemi

Margeir Pétursson sagði nýverið í viðtali að tæki MP Banki yfir þjónustu SPRON yrði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi aðskilin.  Hann er sjálfum sér samkvæmur í þessum efnum því þetta sagði hann fyrir rúmum 6 árum síðan og fannst mörgum hann þá væntanlega vera leiðinlegur og gamaldags.  Sjá hlekk að neðan.

 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/11/15/farsaelast_ad_stunda_hefdbundna_bankastarfsemi/

 

Þessi skoðun Margeirs er í takti við það sem ég tel vera nauðsynlegt í dag.  Það þarf að aðskilja rekstur viðskiptabanka og fjárfestingabanka.  Viðskiptabankar njóta ríkisábyrgðar, þ.e. innstæður fólks í slíkum stofnunum, en fjárfestingarbankar fjármagna sig hjá stærri fjárfestum.  Þetta er útlistað hjá mér ítarlega hérna.

Margeir telur að ekki þurfi að setja lög varðandi slíkan aðskilnað.  Að mínu mati á þetta ekki að vera sjálfsstað ákvörðun en hann hefur mikið til síns máls um að upplýstur markaður geti vegið það og metið hvort hann treysti banka sem einblínir á viðskiptaþjónustu eða er einnig í fjárfestingum.  Margir hafa aftur á móti ekki forsendur til að vega og meta slíkt.  Í öðru lagi gleymist áhætta í fjárfestingum miklu hraðar en flestir ávallt halda.  Auk þess tel ég að vart sé hægt að veita ríkisábyrgð á innstæðum þegar að fjárfestingarstarfsemi er hluti af starfseminni.

 

Í allri umræðu varðandi kosningar virðist endurskipulagning fjármálakerfisins fallið á milli þilja.  Umræðan ætti ekki að snúast í kringum það hvort að við sækjum um ESB aðild eða ekki.  Hvort veginn sem sú umræða þróast þá skiptir mestu nú að endurskipuleggja fjármálakerfið og hindra frekara atvinnuleysi.  Slíkt mál virðist því miður ekki vera á forgangslista stjórnmálaflokka í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sjálfsagt allt satt og rétt sem þú segir en mín skoðun er að aðkoma MP Banka að umdeildum viðskiptum með stofnbréf í BYR hafi verið eitrað peð og rýrt trúverðugleika Margeirs Péturssonar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er ekki úr vegi hjá þér, að kíkja á afar greinagóða pistla Ragnars Önundarsonar um sama efni sem hann hefur ritað í Morgunblaðið og nú nýuverið eina snjalla í viðbót.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.4.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband