4041 - Áhersla fjármála á stjórnlagaþingi

Ég hef starfað við fjármál í tæp 15 ár á Íslandi. Allan minn starfsferil hef ég lagt mikinn metnað í að veita einstaklingum og fyrirtækjum góða ráðgjöf sem miðaði af því að það gæti tekið upplýsta ákvörðun um þá áhættu sem það var tilbúið að taka.

 

Því miður hafa menn með takmarkaða siðferðiskennd ráðið ferðinni í samfélaginu og misnotuðu þeir glufur í regluverki fjármála og brotalama í stjórnsýslu landsins. Það er alkunna að þjóðin var leidd í skuldafen og má benda á margt sem úrskeiðis fór í þeim efnum en þó var þetta ekkert nýtt, hvorki nýverið á alþjóðavísu né sögulega séð. Þessi þróun sýnir að grunnatriði varðandi uppsetningu stjórnkerfis Íslands er ábótavant.



Í 76. grein stjórnarskrár Íslands stendur að tryggja eigi öllum, öldnum sem ungum, réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og almennrar menntunar. Hér skal með öðrum orðum ríkja velferðarkerfi.



Til þess að slíkt kerfi sé starfhæft þarf fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar að vera tryggt. Undanfarnar fjármálalegar hamfarir sýna að nú þegar er farið að skerða slíka velferð og hugsanlega eru fleiri skerðingar gagnvart þeim sem síst mega við þeim í aðsigi.



Í 40. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að ekki megi taka skuldbindandi lán né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. Þetta tel ég vera veik vörn gegn því að sjálfsstæði Íslands sé sett í uppnám ef að verðmæti þjóðarinnar og framtíðartekjur séu færð úr landi.



Þessu vil ég breyta með framboði til setu á stjórnlagaþingi á næsta ári. Mitt framlag við stjórnlagaþingi væri að tryggja að heilstæð stefna tengd fjármálum væri við lýði. Sú stefna á að tryggja rétt þegna til aðhalds í fjármálum þjóðarinnar og að fjármálakerfi landsins vinni með fólkinu, ekki á móti því. Þannig er stuðlað að því að stoðum velferðakerfis þjóðarinnar sé ekki teflt í tvísýnu og auki lífskjör okkar og afkomenda.


Ég hvorki er né hef verið flokksbundinn og ég hef starfa ekki fyrir hagsmunasamtök.  Ekki gleyma að skrá 4041 á kjörseðilinn 27. þessa mánaðar.


mwm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband