Kvennafrí - Í tilefni dagsins

Steinunn Stefánsdóttir skrifar í Fréttablaðinu í dag:  Konur eru helmingur mannskyns en eiga eitt prósent eigna heimsins.

Listi yfir 100 ríkustu bandarískra einstaklinga í sögunni styrkir þessa staðhæfingu.  Á listanum er aðeins ein kona.  Hún hét Hetty Green og var vægast sagt sérstök.  Þó að ekki sé hægt að segja annað en að hún hafi átt við sín vandamál að stríða þá eru gjörðir hennar þó kannski líka skiljanlegar í ljósi þess að til þess að ná sínu takmarki - það er að verða rík - þá þurfti hún að kljúfa ýmsar hindranir sökum þess eins að hún var kvenmaður.

Hér er hægt að lesa lýsingu um æviskeið hennar en þetta er samantekt af ævisögu hennar, Hetty, rituð af Charles Slack.  Konur, til hamingju með frídaginn.

http://www.slideshare.net/marmixa/20060629-nornin-a-wall-street-hetty-green

mwm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband