Að tryggja sjálfstæði Íslands

Margir hafa sett spurningarmerki varðandi sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í kjölfar hrunsins. Grunnstoðir samfélagsins eru í uppnámi með sífellt lengri röðum fólks að biðja um mat og fjöldauppsagnir þykkja vart fréttnæmar lengur.

 

Í 76. grein stjórnarskrár Íslands stendur að tryggja eigi öllum, öldnum sem ungum, rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og almennrar menntunar. Til að slíkt megi tryggja þurfa grunnstoðir samfélagsins að vera á föstum grunni. Hvort sem fólki líkar betur eða verr er þjóðfélaginu nauðsynlegt að hafa traust fjármálakerfi þar sem að hægt er að beina fjármagni sparifjáreigenda með skilvirkum hætti í verkefni sem skapa tekjur til að uppfylla markmiðum 76. greinarinnar.

 

Til þess þarf að tryggja að fyrirtæki (t.d. orkufyrirtæki, vatnsveitu og viðskiptabankar) sinni sínu hlutverki í þágu samfélagsins með heilbrigð arðsemisjónarmið að leiðarljósi, án þess að stefna í hættu innviðum þess. Búið er t.d. að skuldsetja orkufyrirtæki hérlendis langt umfram því sem nauðsynlegt er fyrir almenningsþjónustu.  Aðskilja þarf fjárfestingarstarfsemi banka frá viðskiptabankastarfsemi þannig að innstæðutryggingar séu ekki notaðar við áhættusamar fjárfestingar.

 

Í 40. grein stjórnarskrárinnar stendur að ekki megi taka skuldbindandi lán né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.  Þessa grein þarf að skerpa betur til að tryggja auðlindir þjóðarinnar nýtist þjóðinni sjálfri, en eru ekki skuldsetar í botn til að ná hámarks gróða fyrir örfáa einstaklinga.

 

Heilstæð stefna varðandi fjármál þjóðarinnar þarf að koma fram í stjórnarskrá þar sem að tryggt er aðhaldi í fjármálum þjóðarinnar og að heilbrigt fjármálakerfi sé við lýði.

 

Birtist í Morgunblaðinu 18.11.2010 og er aðgengileg á þessari slóð - http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=110667

mwm, 4041


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Góð greinargerð Már eins og venjulega.

Kærar þakkir.

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 02:25

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nú ertu að fjalla um kjarna málsins - umgengni ráðamanna við 40. og 41. gr. stjórnarskrár.

Hugsanlega er unnt að rekja mörf "vandamála" dagsins - til þess að þessar greinar stjórnarskrár hafa verið vanvirtar.

vinsamlega hafa samband krp@simnet.is     Kveðja KP

Kristinn Pétursson, 22.11.2010 kl. 03:41

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Gleymum ekki orkuauðlindum, eins og vatni og rafmagni á kostnaðarverði til þjóðarinnar.

Þjófnaðurinn byrjaði í stórum stíl, þegar Hitaveitunni var skipað að borga Perluna.

R-listinn var við valdatöku, ekki seinn á sér að stela eins og þeir voru menn til frá almenningi með arðgreiðslum og skítaskatti.

Kolbeinn Pálsson, 22.11.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband