Aðskilja fjármálastofnanir

Þessi tíðindi hljóta að undirstrika enn frekar nauðsyn þess að aðskilja fjármálastofnanir, þ.e. að hefðbundin bankaþjónusta og fjárfestingarbankastarfsemi sé ekki undir sama hatti. 

Í tilkynningu kemur fram að: "Tekið er fram í tilkynningu um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum að innistæður í íslenskum viðskiptabönkum séu tryggðar að fullu".  Því er rétt að álykta að enn aukist kostnaður vegna fjárfestingarstarfsemi sem almenningur þarf að taka á sig.  Þessi tala er líklegast þó afar lág.  Það breyttir því ekki að væri aðskilnaður til staðar og engin ríkisábyrgð á fjárfestingarfyrirtækjum væri þetta kostnaður sem hluthafar og lánveitendur ættu einir að taka á sig. Sú stefna þarf að vera skýr.

Hægt er að sjá frekari rök fyrir aðskilnað fjármálafyrirtækja að neðan á bloggi mínu.


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er nauðsynlegt að fara út í róttækar breytingar og þessar eru meðal þeirra stærstu.  Önnur er að taka umsjón með stefnumótun varðandi bankaregluverk úr höndum  Alþjóðagreiðslubankans (Bank of International Settlements), þar sem frómt sagt er það bankaregluverkið sem er að bregðast.  Tökum bara það, að fyrst í september 2008 (28. minnir mig) gaf sú góða stofnun út kröfur um alvöru áætlanir um stjórnun rekstrarsamfellu og áhættustjórnun vegna lausafjárstýringar!  Fram að því höfðu þær reglur verið yfirborðskenndar.

Marinó G. Njálsson, 9.3.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Ég hef ekki kynnt mér þessa áætlun þeirra.  Hef aftur á móti oft furðað mig á því hversu reglur varðandi áhættustýringu hafa á tíðum einblínt á ákveðnar stærðir og hlutföll sem auðvelt hefur verið að sniðganga.  Nýleg þróun hefur staðfest að meira þarf til en tölulegar skýrslur til að vega og meta áhættur í rekstri fjármálafyrirtækja.

Már Wolfgang Mixa, 10.3.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband