Lög ungra verðbréfagutta

Í gamla daga þegar að allir hlustuðu á gufuna voru óskalagaþættir afar vinsælir.  Óskalög sjúklinga, Óskalög sjómanna og Lög unga fólksins voru þeir þættir sem ég man eftir.  Sjálfur hlustaði ég mest á lög unga fólksins, var nánast límdur við útvarpstækið, með fingurinn á Rec takkanum, til að taka upp nýjustu smellina (það var fúlt þegar að þulir töluðu í byrjun og enda laga).  Mikil áhersla var lögð á hvaða lag væri mest umbeðið, enda rataði það h.u.b. alltaf á TDK spólu manns.

Væri útvarpið með svipuðu sniði í dag væri sjálfsagt þáttur í gangi sem héti Lög ungra verðbréfagutta.  Hef ég valið 15 lög sem væru líkleg til vinsælda (eða ekki!) í slíkum þætti.  Nú spyr ég með nýrri skoðanakönnun (sjá hægra megin á síðunni), hvaða lag finnst þér eigi best heima í slíkum þætti? 

Wall Street Shuffle - 10CC

You Never Give Me Your Money - The Beatles

Money, Money, Money - ABBA

Sirkús Geira Smart - Spilverk Þjóðanna

Jakkalakkar - Bubbi (1992)

Money (That´s What I Want) - Barrett Strong

Opportunities (Let´s Make Lots of Money) - Pet Shop Boys

Hvað kostar hamingjan? - Ný Dönsk

Material Girl - Madonna

Lovely Money - The Damned

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn - Gilligill

Mutter, der Mann mit dem Koks ist da (Ich hab' kein Geld und du hast kein Geld) - Falco

Money - Pink Floyd

(You Gotta Lot of Money But You Can't Afford the) Freeway - Aimee Mann

Temptation - Heaven 17

Sjálfur valdi ég Falco lagið Mutter der Mann mit dem Koks ist da en ég átti erfitt að velja á milli þess og bítlalagsins.  You Never Give Me Your Moneyá grátlega vel við ástandið í dag en Falco myndbandið (sjá hér) er einnig lýsandi fyrir því hvernig farið hefur verið með landi og þjóð (þetta er hugsanlega langsótt hjá mér). 

Þessi lög heltust úr lestinni á síðustu stundu, á að bæta þeim við?

Silver & Gold - U2

Það koma vonandi jól - Baggalútur

The Pound is Sinking - Paul McCartney

I Found a Million Dollar Baby - Bing Crosby

Stand & Deliver (Money or Your Life) - Adam & the Ants

Verðbólgin augu - Ný Dönsk

She Works Hard for Her Money - Donna Summer

...og Money Honey - Bay City Rollers

Í athugasemdalista hafa fleiri góðir kandidatar bæst við:

Can´t Buy Me Love - The Beatles

Money, (Makes a Hole in My Pockets) - Dean Martin

Selling England by the Pound - Genesis

Bank Robber - The Clash

Skuldir - Tatarar

Peningar - Hljómar

Diamonds for Breakfast - Amanda Lear

Einnig kom tillaga um útgáfuna á Money (That´s What I Want) með Flying Lizards, sem bítlarnir tóku reyndar líka.  Sýnist vera nægt efni í nokkra þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég bæta við nokkrum smellum?

  • Can´t buy me love - The Beatles, (1964)
  • Money, (makes a hole in my pockets)  - Dean Martin
  • Selling England by the Pound - Genesis, (1973) - á vel við vegna IceSave.
  • My daddy was a bank robber - The Clash, (1980)
  • Nothing gonna stop me now - Samantha Fox, (1987)
  • Skuldir - Tatarar, (1965)
  • Peningar - Hljómar, (1967)
  • Diamonds for Breakfast - Amanda Lear, (1980)

Gamall vinur Berta (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hefði sjálfur valið Flying Lizards coverið af Money (That's what I want).

En ég kaus Material Girl svona fyrir stelpurnar í verðbréfadeildinni.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.6.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ágætar samantektir af lögum, enda mætti auka fjölbreytnina í hrunlagavali ljósvakamiðla.

Annars voru þetta dýrðartímar þegar æska landsins hafði heilan hálftíma á viku fyrir sig og "bítlagargið" í "Lungafólksins".

(Eftir kvöldfréttir á mánudögum, ef minnið svíkur ekki).

Seinna lögðu svo verðbréfaguttar og fréttir af þeirra afrekum undir sig nær alla fjölmiðlaflóruna. Sé ekki betur en að þeir rúli ennþá feitt í fréttum, þó að inntakið hafa tekið snúning.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Jens Guð

  Lagið með The Clash heitir aðeins  Bankrobber.  Frábært lag með frábærum texta sem gæti verið ort um Sigurjón Þ.  Árnason,  Bjarna Ármanns eða hvern sem er af bankaræningjunum. 

  Þetta lag verður að vera á listanum.

MY DADDY WAS A BANKROBBER
BUT HE NEVER HURT NOBODY
HE JUST LOVED TO LIVE THAT WAY
AND HE LOVED TO STEAL YOUR MONEY

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Bæti við Bank Robber þegar að eitt lag hefur ekkert atkvæði hlotið.  Held að lögin hafi hljómað á mánudagskvöldum, ca. 8?

Már Wolfgang Mixa, 23.6.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband