Ráðgjöf varðandi Junk Bonds Íslands
3.10.2009 | 10:17
Það var fyrir jól 2007 sem ég heyrði fyrst að mörg fyrirtæki væru í raun komin í greiðsluþrot. Skuldabréf margra þeirra voru stór hluti eignasafns peningamarkaðssjóða. Sumir í bankaheiminum fóru að leggja saman 2 & 2; víxlar voru stöðugt framlengdir í stað þess að lán væru gerð upp eða umbreytt í langtímalán. Sagan segir að einn viðskiptavinur hafi farið í einn sparisjóð til að setja sparnað sinn í peningamarkaðssjóð en þjónustufulltrúinn hafi haft þor til að segja nei, "sjóðurinn væri fullur af verðlausu drasli" (Junk).
Verðmat bréfanna hefði líklegast þótt vera bjartsýnt fyrir hrun, eftir að það átti sér stað var öllum sem að þessum málum komu alveg ljóst að þetta voru allt að því verðlaus bréf.
Það eru 2 hliðar á málinu. Þeir sem að töpuðu fjármagni vegna fjárfestinga í peningamarkaðssjóðum hafa tapað minna en ella vegna þessa verðmats. Hægt er að réttlæta það að hluta til af því að sjóðirnir voru auglýstir sem áhættulaus fjárfesting, sem þeir líklegast voru h.u.b. í fyrstu. Krafa hlýtur þó að vera gerð til fólks um að fara ekki í fjárfestingar nema að það hafi ákveðna þekkingu til áhættu. Það var u.þ.b. 3% álag á ávöxtun peningamarkaðssjóða umfram bestu innlánsvöxtum, hefði það ekki átt að hringja viðvörunarbjöllum?
Að auki er þetta spurning um almenna ráðgjöf, eða öllu heldur uppsprettu hennar. Þjónustufulltrúar fá upplýsingar um áhættu sem tengist peningamarkaðssjóðum. Þeir sem veittu slíkar upplýsingar, hvar liggur ábyrgð þeirra?
Þessi atburðarrás líkist mjög Junk Bonds æðinu sem átti sér stað í Bandaríkjunum á 9. áratugnum. Fyrirtækið Drexel Lambert var fremst í flokki í slíkum skuldabréfaútgáfum, þ.e. skuldabréf með háa vexti en mikla áhættu. Í flestum tilvikum var um skuldsettar yfirtökur að ræða og svo lengi sem ekkert klikkaði gaf þetta góða ávöxtun. Um leið og þrengdi aðeins að fór allt í vaskinn. Margir sparisjóðir (Savings and Loans) höfðu fjárfest í slíkum bréfum og fóru á hausinn; einnig Drexel Lambert. Þessu fári er lýst vel í Den of Thieves, sjá bókadóm vinstra megin á síðu minni.
Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þessi bréf voru líklega ofmetin af ásettu ráði til þess að minnka tap viðskiptavina bankana sem fjárfestu í þessu sjóðum á kostnað ríkisins. En þetta sýnir að eignastýringin hjá bönkunum var í sama ólestri og allt annað í þeirra starfssemi. Vanhæfnin blasir við hvert sem litið er hjá bönkunum og ennþá er sama fólkið sem stjórnar þeim. Það verður ekki auðvelt að byggja upp traust markaðarins á þessum s.k. nýju bönkum. Þeir koma aldrei til með að fá erlenda fjármögnun og það mun reynast erfit fyrir þá að fjármagna sig innanlands. Þeir eru fæddir andvana.
Guðmundur Pétursson, 3.10.2009 kl. 11:43
Ein spurning til þín, dr. Már Wolfgang; Værir þú tilbúinn til þess að taka að þér að búa til beinskeytt og auðskilið námsefni í fjármálum einstaklinga til að kenna í efstu bekkjum grunnskóla? - Manni finnst að þekkingarleysi ungs fólks á þessu sviði, og reyndar þeirra sem eldri eru líka, benda til þess að almennt fái fólk ekki neina uppfræðslu í grundvallaratriðum fjármála á heimilum sínum. Manni finnst að fræðslukerfi það, sem kostað er með skattfé almennings, þurfi að koma hér til skjalanna og kenna ungu fólki grundvallaratriðin í því að kunna fótum sínum forráð í fjármálum, ef við eigum ekki að vera áfram í sömu ógöngunum til frambúðar. Þetta þarf að gerast í efstu bekkjum grunnskólans, þegar komið er í framhaldsskólann er það orðið of seint, þá eru unglingarnir orðnir neyslumarkhópur og fórnarlömb hinnar siðspilltu afurða, sem lögfræði- og viðskiptafræðideildir háskólanna unga markvisst út. Siðrof og siðleysi virðist vera grundvallarfræðslugrein í þeim kimum fræðslukerfisins.
Erasmus (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 13:54
Már: þessir sjóðir voru ekkert annað en peningafölsunarsjóðir.
Erasmus: Það væri ágætis byrjun að gera Falið Vald að skyldulesefni í 10. bekk.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2009 kl. 16:00
Skemmtileg tilviljun: Michael Milken, faðir hinna upprunalegu "ruslbréfa" (junk bonds) var fyrsti maður sögunnar til að vinna IgNóbelsverðlaunin í hagfræði, þau hin sömu og "Strákarnir okkar" unnu í fyrrakvöld. Það er næstum eins og einhverjum hring hafi verið lokað.
Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 19:49
Til upplýsinga:
Peningabréfin voru ekkert annað en ICESAVE á Íslandi. Nákvæmlega sama dæmið, stofnað til af sömu ástæðu (fjárþörf Landsbankans) og síðan sukkað með, án þess að FME, ríkisstjórn og Alþingi tækju í taumana til verndar íslenskum almenningi sem grunlaus treysti bankanum sínum og geymdi ævisparnaðinn á þessum reikningum. Það er rangt að stilla þeim Íslendingum sem áttu sparnað upp sem fjármagnseigendum og öðrum Íslendingum sem almenningi. Það var íslenskur almenningur, ekki síst eldra fólk sem tapaði sparnaði sínum í peningabréfum Landsbankans. Þið eigið að skammast ykkar sem haldið öðru fram og hafið ekki samúð með fólki sem sýndi ráðdeildarsemi og ástundaði sparnað í áratugi. Það eina sem þetta fólk gerði rangt var að treysta bankanum sínum og orðum starfsmanna hans. Á bara að hjálpa þeim sem skulda, ekki þeim sem spara? Hvaða réttlæti er í því?Það hvað Landsbankinn með stuðningi ríkisins kaus að endurgreiða innistæðueigendum í peningabréfum bankans er hér til umræðu. Fólk geymdi sparnað sinn á þessum reikningum, oftast skv. ráðleggingum starfsmanna bankans og átti að sjálfsögðu að fá eign sína 100 % til baka, eins og aðrir innistæðueigendur enda var því sagt að þessir reikningar væru án áhættu. Og það sem meira er, innistæður á hefðbundnari bankareikningum voru ekki tryggðar nema sem svaraði 20.000 EUR, þ.e. fram að setningu neyðarlaganna sem mismunuðu innistæðueigendum. Hvað átti fólk að gera sem átti meira?
Það er verið að hjálpa fólki sem tók lán sem hafa hækkað vegna hruns ISK. Það er gott og blessað, en í þeim hópi er fólk sem missti sig í eyðslu í hinu svo kallaða góðæri, keypti betri bíla en það átti fyrir, stærri húseign en það í raun þurfti og hafði efni á. Á sama tíma er ekkert gert fyrir hinn þögla meirihluta, sem minnkaði við sig húsnæði og/eða færði ævisparnaðinn eftir 30-40 ára strit í peningabréf Landbankans.
Perningabréf Landbankans voru ekki kynnt sem hlutabréf eða fjárfesting, heldur sem fjárvarsla, ein tegund sparnaðar. Fólk sem keypti hlutabréf í fyrirtækjum, þar með talið bönkunum, veit að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting. Almenningur sem geymdi sparifé sitt á peningabréfareikningum a.m.k. Landsbankans vissi ekki annað en að sparnaður þess væri 100 % tryggur á þessum reikningum.
Á að refsa fólki fyrir að ástunda sparnað og eiga e-ð sparifé inni á bankareikningum?
Kveðja
Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 03:10
Sælir. Í umræðunni um þessi mál er því sífellt haldið fram að stafsfólk bankanna hafi haldið þessum reikningum að fólki. Mín reynsla er alveg þveröfug og í því sambandi get ég nefnt Landsbanka á Selfossi og Glitni á sama stað. Er verið að alhæfa allt of mikið eða fékk fólk misjafna ráðgjöf?
Ingimundur Bergmann, 4.10.2009 kl. 14:59
Verid er ad setja upp fjarmalalaesi - http://www.fé.is/index_files/Page368.htm- sem Breki Karlsson styrir. Vonandi hefur hans vinna jakvaed ahrif. Auglysingar Landsbankans voru audvitad svivirdilegar, og er tha vaeglega til orda tekid. Thad er auk thess orugglega verid ad alhaefa of mikid vardandi radgjof, sumir thjonustufulltruar vorudu vid thessu en thad voru thvi midur allt of fair, margir hreinlega vissu ekki betur.
Thegar eg renni yfir skrif min se eg ad haegt vaeri ad tulka thau a thann veg ad eg vissi ad brefin vaeru oll verdlaus. Thratt fyrir ad hafa verid medal theirra allra svartsynustu i undanfara hrunsins tha oradi mig ekki fyrir thvi hversu litid fengist upp i skuldir, eg gerdi rad fyrir affollum.
Már Wolfgang Mixa, 5.10.2009 kl. 01:06
Tvítugur maður var í kvöld skotinn í brjóstið í skotárás á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Að sögn nágranna heyrðust 7 til 8 skothljóð í tveimur skothríðum og sáust þrír menn hlaupa burt af vettvangi. Þeir eru nú eftirlýstir af lögreglunni í Kaupmannahöfn
Krímer (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.