Fleiri og stærri skref nauðsynleg - SNB

Fram kemur í frétt að "samhæfingarnefndin telur að koma verði á sérstökum eignarstjórnar sjóði sem taki yfir mikilvæg fyrirtæki sem standa illa úr eignasafni bankanna og skipti út fyrir ríkisrekin skuldabréf."  Telur Mats Josefsson 10-15 fyrirtæki geta fallið í þennan flokk og segir; „reglurnar eiga að vera gagnsæjar og einfaldar svo allir geta skilið þær. Það þarf líka að hreinsa  bankakerfið svo bankarnir geti hafist handa að fullu.“ 

Þetta er rétt mat hjá Mats.  Aftur á móti er talað um að miklu fleiri fyrirtæki séu nú tæknilega gjaldþrota.  Því dugar það skammt að taka 10-15 fyrirtæki úr eignasafni bankanna við að ná nauðsynlegu gegnsæi og trausti sem íslenskar fjármálastofnanir þurfa.  Tíminn vinnur gegn okkur í þeim efnum.  Því þarf að stofna nýja banka, sjá rök að neðan.  Vissulega er það ekki einfalt mál en fáir kostir tel ég vera í stöðunni.


mbl.is Josefsson: Gættu ekki hagmuna sinna nægjanlega vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því það er búið að marg endurtaka hugtakið "ríkisrekin skuldabréf" úr fréttinni, sem linkað er í, langar Leiðindaskarf að vita hvað "ríkisrekin skuldabréf" séu í raun? Getur verið að hér sé verið að tala um "ríkistryggð skuldabréf" eller hur?

Leiðindaskarfur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Skal játa að ég skil ekki þessa athugasemd og get því ekki svarað henni.  Hvar er skrifað um þetta hugtak?

Már Wolfgang Mixa, 13.2.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband