Áhugi á aðskilnað fjármálaþjónustu

Undanfarnar 2 vikur hefur könnun verið í gangi á bloggsíðu minni þar sem spurt er hvernig bankakerfi hins nýja Íslands eigi að líta út.  Þátttaka hefur verið afar góð og svöruðu 239 einstaklingar, kærar þakkir.  Þó svo að þessi könnun uppfyllir augljóslega ekki fræðilegar kröfur þá eru viðbrögðin forvitnileg. 

Yfir helmingur þátttakenda vilja aðskilja fjármálaþjónustu og mynda fyrirtækjabanka.  Þessi hugmynd er róttæk og því hefði verið rökrétt að álykta áður að tillagan fengi minni hljómgrunn.  Margir Íslendingar virðast hins vegar tilbúnir til að endurstokka bankakerfið með meiri hraði en erlend stjórnvöld virðast treysta sig til.   

Það voru þó einnig margir tilbúnir til að fylgja tillögum Mats Josefsson eða rúmlega 20%.  Þó svo að sú leið sé ekki eins róttæk og aðskilnað fjármálaþjónustu þá felst í henni engu að síður bylting í íslensku fjármálalífi. 

Það að tæplega ¾ þeirra sem svöruðu vilja mikla uppstokkun í fjármálalífi Íslands veitir vísbendingu um að eitt af helstu verkefnum tilvonandi ríkisstjórnar er að endurskipuleggja bankakerfi landsins nánast frá grunni.   

Það hefur gleymst í umræðunni undanfarna mánuði að Ísland er með bestu innviði fjármálakerfa í heimi og það löngu áður en útrásarævintýrin hófust.  Það þarf að vinna sem best úr málum til að glata ekki þeim auðæfum.  Á sama tíma þarf að vinna úr þeim vandamálum sem nú blasa við.  

Spurt var:  Hvernig á bankakerfi hins nýja Íslands að líta út?

Niðurstöður

Breyta engu - vinnum úr þessu eins og það er 15.9%

Förum Josefsson leiðina og höldum bankakerfinu eins, fækkum kannski bönkum 21.3%  

Aðskiljum fjármálaþjónustu, myndum fyrirtækjabanka og leyfum fleirum að þróast 53.6%  

Ríkisvæðum alla banka, skiptir þá engu hvernig þjónustu er skipt 7.5%  

Aðrar tillögur 1.7%  

Könnunin verður nú núllstillt og einni tillögu verður bætt við.

mwm

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband