Farsęlast aš stunda hefšbundna bankastarfsemi

Margeir Pétursson sagši nżveriš ķ vištali aš tęki MP Banki yfir žjónustu SPRON yrši višskipta- og fjįrfestingabankastarfsemi ašskilin.  Hann er sjįlfum sér samkvęmur ķ žessum efnum žvķ žetta sagši hann fyrir rśmum 6 įrum sķšan og fannst mörgum hann žį vęntanlega vera leišinlegur og gamaldags.  Sjį hlekk aš nešan.

 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/11/15/farsaelast_ad_stunda_hefdbundna_bankastarfsemi/

 

Žessi skošun Margeirs er ķ takti viš žaš sem ég tel vera naušsynlegt ķ dag.  Žaš žarf aš ašskilja rekstur višskiptabanka og fjįrfestingabanka.  Višskiptabankar njóta rķkisįbyrgšar, ž.e. innstęšur fólks ķ slķkum stofnunum, en fjįrfestingarbankar fjįrmagna sig hjį stęrri fjįrfestum.  Žetta er śtlistaš hjį mér ķtarlega hérna.

Margeir telur aš ekki žurfi aš setja lög varšandi slķkan ašskilnaš.  Aš mķnu mati į žetta ekki aš vera sjįlfsstaš įkvöršun en hann hefur mikiš til sķns mįls um aš upplżstur markašur geti vegiš žaš og metiš hvort hann treysti banka sem einblķnir į višskiptažjónustu eša er einnig ķ fjįrfestingum.  Margir hafa aftur į móti ekki forsendur til aš vega og meta slķkt.  Ķ öšru lagi gleymist įhętta ķ fjįrfestingum miklu hrašar en flestir įvallt halda.  Auk žess tel ég aš vart sé hęgt aš veita rķkisįbyrgš į innstęšum žegar aš fjįrfestingarstarfsemi er hluti af starfseminni.

 

Ķ allri umręšu varšandi kosningar viršist endurskipulagning fjįrmįlakerfisins falliš į milli žilja.  Umręšan ętti ekki aš snśast ķ kringum žaš hvort aš viš sękjum um ESB ašild eša ekki.  Hvort veginn sem sś umręša žróast žį skiptir mestu nś aš endurskipuleggja fjįrmįlakerfiš og hindra frekara atvinnuleysi.  Slķkt mįl viršist žvķ mišur ekki vera į forgangslista stjórnmįlaflokka ķ dag.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sjįlfsagt allt satt og rétt sem žś segir en mķn skošun er aš aškoma MP Banka aš umdeildum višskiptum meš stofnbréf ķ BYR hafi veriš eitraš peš og rżrt trśveršugleika Margeirs Péturssonar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 08:42

2 Smįmynd: Bjarni Kjartansson

Svo er ekki śr vegi hjį žér, aš kķkja į afar greinagóša pistla Ragnars Önundarsonar um sama efni sem hann hefur ritaš ķ Morgunblašiš og nś nżuveriš eina snjalla ķ višbót.

Mišbęjarķhaldiš

Bjarni Kjartansson, 29.4.2009 kl. 09:14

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband