1929 - Brother, Can You Spare a Dime?

Í næstu viku eru 80 ár síðan að hrunið mikla á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum átti sér stað.  Gengi hlutabréfa féll stöðugt með ógnarhraða í nokkra daga og féll hlutabréfavísitalan um helming á fáum vikum.  Það var þó aðeins undanfari hinna miklu hremminga sem fylgdu í kjölfarið.  Landsframleiðsla dróst mikið saman og hlutabréfavísitalan náði lágmarki 1932 og hafði þá fallið næstum því 90% frá því marki sem hún náði hæst. 

Kreppan mikla gerði það að verkum að um fjórðungur landsmanna varð atvinnulaus, en atvinnuleysi var í undanfara þess, tímabils sem er gjarnan nefnt the Roaring Twenties, nánast óþekkt (hagur bænda var reyndar afar slæmur).  Bandaríkin umbreyttust á nokkrum frá því að vera í hugarástandi óbeyslaðrar bjartsýni yfir í að festast í viðjar reiði og óöryggis.

Það lag sem almennt er talið vera birtingarmynd þess tíma er Brother, Can You Spare a Dime?  Lagið hefur verið flutt af mörgum flytjendum í gegnum árin, m.a. nýlega af George Michael.  Áhugavert er að hlusta í dag á lagið í ýmsum útgáfum og einnig að lesa textann.

Hér er hægt að nálgast hljóðútgáfur af vinsælustu útgáfunum (allar eldri en 50 ára) - http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=96654742

Hér er texti lagsins - http://www.library.csi.cuny.edu/dept/history/lavender/cherries.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"Það var þó aðeins undanfari hinna miklu hremminga sem fylgdu í kjölfarið."

Og sama nú en samt öðruvísi. Netsala er að aukast þrátt fyrir allt; 'social marketing' er að rústa eldri markaðsaðferðum og fjármagn flýtur hraðar í netheimum en víða annarsstaðar. Samanburður á aðstæðum fyrir og eftir netvæðingu er varhugaverður þar sem netið býður upp á möguleika sem ekki voru til staðar áður s.s. 'electronic shopping' sem sparar eldsneyti og lækkar kostnað vegna innkaupa.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 04:40

2 identicon

"... If you´re really hurting a nickel would be fine!"

Heimir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Það er ákveðinn heppni að hagræðing er möguleg vegna þróun tækninýjunga.  Netið (járnbrautir miðju 19. aldar) og orka gæti skipt sköpum fyrir okkur.

Bob Dylan söng eitt sinn, You are a poet, Just simply didn't know it!  Góður Heimir!

Már Wolfgang Mixa, 15.10.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband