1929 - 24. október - Black Thursday

Það er almennt talað um 4 svarta daga í falli hlutabréfa síðari hluta október mánaðar 1929.  Fallið hélt þó áfram í byrjun nóvember (einn svartur dagur þá) áður en hlutabréfavísitölur fóru aftur upp á nýjan leik og hækkaði gengi þeirra næstu 6 mánuði um helming næstu mánuði.

Þó að gengi hlutabréfa hafi fallið mikið vikurnar og daganna áður þá er 24. október fyrsti dagurinn sem sagan tengir við hrunið 1929.  Gengi bréfa var stöðugt í upphafi dags en veltan var gífurleg.  Söluþunginn var svo mikill að stundum virkuðu lögmál ekki lengur um skilvirkan markað þar sem kaup- og sölutilboð birtust reglulega við ákveðin verð.  Sölubeiðnir komu til verðbréfamiðlara að selja inn á kauptilboð ('sell at the market').  Sum viðskipti áttu sér ekki stað fyrr en gengi bréfa hafði lækkað í frjálsu falli og keyptu sumir verðbréf á þeim degi með því að setja inn kauptilboð á gengi sem þeir gerðu aldrei ráð fyrir að viðskipti gætu átt sér stað á.  Inn á milli hafði hreinlega myndast tómarúm án kauptilboða.

Það hefur aldrei verið staðfest hvaðan allar sölupantanirnar komu frá en lífseigasta skýringin er að það hafi verið nauðugar sölur, þ.e. sölur á bréfum sem upphaflega voru keypt með lánum en höfðu fallið í virði sem kallaði á frekari veðköll.  Manneskja sem t.d. hafði fengið 50% lán til kaupa hlutabréfa og lagt fram 50% sjálf, fjárfest í hlutabréfum sem hækkuðu skart í virði þegar að vel gekk en að sama skapi féllu hratt þegar að svartsýni réði ríkjum, gat því nú lent í auknum veðköllum.  Margir höfðu ekki fé til frekari trygginga og neyddust því til að selja.  Kaupáhugi var ekki nægur til að mæta þessum skyndilega söluþunga.

Þetta gerðist á Íslandi hausið 2007.  Þegar að hlutabréfavísitalan hafði lækkað u.þ.b. 25% fór að heyrast sögur af því að sumir neyddust til að selja bréf sín vegna ofangreindra atriða.  Þetta gerðist jafnvel áður en íslenska hlutabréfavísitalan hafði lækkað í gildi þess í upphafi árs eftir miklar hækkanir fram eftir ári.  Augljóst var að mánuðina áður, þegar að stemmningin náði hámarki, höfðu margir fallið í þeirri freistni að kaupa hlutabréf á krít í fyrsta sinn eða aukið stöður sínar, í sumum tilfellum gríðarlega mikið.

Út um allt land fóru svipbrigði fólks að endurspegla vonbrigði, örvæntingu og vonleysi.  Ómögulegt var að átta sig á verðum margra verðbréfa vegna mikilla verðsveiflna og var hætt í mörgum tilfellum að tala um verð í minna en heilum dollurum; í stað þess að tala um $55 og 5/8 var einfaldlega rúnað upp í $56 osfrv.

Um hádegisbil, í New York í  það minnsta, hvarf þó söluþunginn fljótlega þann daginn.  Margir höfðu verið að vonast eftir skipulögðum stuðningi ('organized support') hjá fjármálastofnunum eins og gerst hafði í hruninu 1907 (meira verður fjallað um það hér og íslensku útgáfuna síðar).  Sá stuðningur birtist um hálf tvö leytið þegar að Richard Whitney , aðstoðarforstjóri verðbréfaþingsins, gekk að borðinu þar sem bréf Bethlehem Steel voru miðluð og lagði inn stóra kaup pöntun á genginu 205, sem var síðasta viðskiptagengið.  Hann hefðu örugglega getað lagt inn pöntun á lægra gengi og fengið bréfin.  Þetta gerði hann á helstu stöðum þar sem menn sérhæfðir í viðskiptum hlutabréfa hjá stærstu fyrirtækjunum skráð í kauphöllinni. 

Þetta hafði þau áhrif að aukið öryggi myndaðist á nýjan leik.  Þessi táknræna yfirlýsing varð síðar til þess að Whitney komst nánast í guðatölur tímabundið áður en í ljós kom hver raunveruleg staða hans var.  Þetta er talið vera ástæða þess að fall á gengi hlutabréfa var aðeins um þriðjungur af niðursveiflu dagsins áður, enda rauk gengi hlutabréfa upp síðustu klukkustundirnar á degi sem sló met í veltu.  Margir töldu að helsta hættan væri liðin hjá.  Það var hins vegar stækkandi hópur fólks farinn að finna fyrir óbragðinu af því að tapa stórum fjárhæðum á örskömmum tíma.  Þessi dagur er því ekki táknræn vegna mikils falls á gengi hlutabréfa heldur þeirrar staðreyndar að nú voru brestir í bjartsýninni augljóslega farnir að bresta.

Aðgerð Whitney's og félaga stöðvaði niðursveiflu á gengi hlutabréfa í nokkra daga áður en verstu dýfurnar áttu sér stað.

Minni á fyrirlestur minn, Once in Khaki Suits, klukkan 11.20 í Háskóla Íslands nk. föstudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband