Ódýrt heilræði

„Í hvert sinn sem hlutabréfaæði á sér stað og allir vilja græða á hlutabréfum, seldu öll þín hlutabréf.  Taktu fjármunina af þeirri sölu og keyptu traust skuldabréf.  Það er enginn vafi á því að bréfin sem þú seldir eigi eftir að hækka í virði.  Veittu því enga athygli – bíddu einungis eftir kreppunni sem kemur fyrr eða síðar.  

 

 

Þegar að kreppan – eða taugastríðið – hefur náð varanlegri fótfestu út um víðan völl, seldu þá skuldabréfin (jafnvel með tapi) og keyptu til baka hlutabréfin.  Það er enginn vafi á því að hlutabréfin eiga eftir að fara enn neðar.  Aftur, ekki veita því neina athygli.  Bíddu eftir næsta hlutabréfaæði.  Endurtaktu þessa aðferð svo lengi sem þú lifir og þú hefur þá ánægju að deyja í efnum.”  

 

 

Fred Schwed, Jr. – Where Are the Customers’ Yachts?  Sjá dóm um bókina hér: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=672033

Þetta ódýra heilræði virðist vera sáraeinfalt en þó fylgja því fáir.  Skýringin felst að miklum hluta til í félagslegum og sálfræðilegum atriðum.  Í dag vilja flestir kaupa ríkisskuldabréf í stað annarra fjárfestingakosta, þó svo að slík kaup hafi líklegast ekki verið jafn slök í fjölda mörg ár. 

Bendi á að ég skrifaði ritdóm um nýju bók Niall Ferguson, The Ascent of Money, í íslenskri þýðingu á eyjan.is nýlega.  Sjá má dóminn hér: http://bokaormurinn.eyjan.is/2009/12/07/verdug-lesning-um-fjarmalasogu/  Bókin er að mestu leyti sagnfræðileg og svarar aðallega "hvernig" spurningum varðandi peninga.  Önnur nýleg bók sem þýdd hefur verið á íslensku er Aftur til kreppuhagfræðieftir Paul Krugman.  Hún leitast meira við að svara "af hverju" spurningum.  Ég mæli með báðum bókum en Krugman bókin er heilsteyptari, flæði í bók Ferguson er ábótavant og sumar skoðanir sem fram koma í bókinni tel ég vera byggðar á veikum grunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og margir spakir menn segja :  "The problem with common sense is, it is not common."

Gleðilega jólahátið.

Birgir Gislason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Flestir sem fjárfesta í eignum gera það vegna þess að þeir hafa trú á þeim eignum, ekki bara vegna þess að þeir halda að þær hækki í verði heldur líka vegna þess að sköpunar þörfin rekur þá áfram.

Hjá þessum aðilum er það sjaldan val að fjáfesta í peningum því peningar eru ekki raunveruleg verðmæti í hugum þeirra, það er þessir aðilar sem geria það að verkum að það verða famfarir í heiminum.

Heilræðið sem slíkt nýtist því venjulegu fólki og fyritækjum illa og á eiginlega eingöngu við fjármálstofnanir og braskara.

Það er rökrétt að áætla að ef þetta heilræði hefði verið haft að leiðarljósi í fjárfestingastefnu íslenskra banka og lífeyrisjóða hefði það minkað verulega þessa miklu hagsveiflu sem við búum við nú.

Guðmundur Jónsson, 24.12.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband