Öryggi í lífeyri okkar

Það er í sjálfu sér góð tímasetning nú að lífeyrissjóðir láni til framkvæmda innanlands.  Það er hins vegar varasamt að lífeyrissjóðir setji mikið fjármagn í innlendar framkvæmdir.  Þessar framkvæmdir eru auk þess af þeim toga sem búið að gera of mikið af undanfarin ár.  Áherslan ætti að vera í fjárfestingum í atvinnulífinu og er orka (t.d. þróun rafmagnsbíla) ákjósanlegur vettvangur.

Hefði meira fjármagn verið fyrir í erlendum fjárfestingum væri meira vit í þessari stefnu.  Ef þessar fjárfestingar skila slökum arði versnar staða okkar einfaldlega enn meira.  Sjá umfjöllun um málefnið hér.


mbl.is Lífeyrissjóðir láni borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

... Mér finnst nú samt bygging skóla ekki vera verkefni sem skilar slökum arði þegar til framtíðar er litið....

Helga , 21.5.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Ehh, rétt hjá þér.  Ég er að ræða um þetta í þrengri skilningi en kemur fram þegar ég lít á þetta aftur. mwm

Már Wolfgang Mixa, 21.5.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband