Eitt stórt skref í átt að trausti - aðskilja fjármálaþjónustu
13.2.2009 | 12:39
Traust Arnar Guðmundsson skrifaði athyglisverða grein í vikunni sem vék að trausti; hvernig einblína eigi á að endurheimta traust alheimsins með því að hugsa og framkvæma út frá sjónarmiðinu við en ekki ég.
Einföld leið til að skapa gegnsæi og traust er að aðskilja bankarekstur í einstaklingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja og fjárfestingarbankastarfsemi.
Innstæður í bönkum vegna einstaklingsþjónustu væru ríkistryggðar, punktur.
Slík einföld skilaboð til umheimsins myndu án efa vekja jákvæða athygli. Þetta væri áþreifanlegt merki um að verið sé að endurskipuleggja fjármálakerfi Íslands með skilvirkum hætti.
Hugtakið fjárfestingabankastarfsemi á þá bæði við um beinar fjárfestingar og einnig lánasöfn í stórum fyrirtækjum. Hugmynd mín er að stofna fyrirtækjabanka þar sem að lán flestra stórra fyrirtækja væru flutt yfir í fellur undir slíkri starfsemi.
Ríkið á ekki að vera beinn þátttakandi í slíkum verkefnum þó svo að til skemmri tíma er slíkt líklegast nauðsynlegt. Nú hefur ekki komið fram hvort að samræmingarnefnd vilji að fyrirtækin verði að eilífu í eigu ríkisins. Það er einungis nauðsynlegt fyrsta skref. Að mínu mati ætti hins vegar að taka skrefið lengra. Í því tilliti þarf að tryggja að fyrirtækjabanki/eignaumsýslufélag sé stýrt sem mest án ríkisafskipta.Í raun væri fyrirtækjabankinn nokkurs konar fjárfestingarbanki þar sem fjárfestingar væru ekki í formi hlutabréfa heldur lánasafna. Hvati þess fyrirtækis og starfsmanna þess væri að vinna sem best úr þeim erfiðum málum sem liggja fyrir. Fjármögnun bæri háa ávöxtunarkröfu en fjárfestingarsjóðir víðsvegar eru nú að leggja fjármagn í slík verkefni.
Þessi uppsetning væri einnig besta leiðin í því að átta sig á hvaða verkefni eru verðug frá fjárfestingasjónarmiði einu saman að fjárfesta í. Þau verkefni sem ekki njóta náð í augum fjárfesta verða metin þá með tilliti til þess þjóðfélagslegs ábata sem fæst með því að halda þeim fyrirtækjum á floti.Bætt stjórnsýsla eykur traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.