Búa til góða banka - ekki vonda

 

Leif Pagrotsky skrifar áhugaverða grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.  Hann spyr í fyrirsögninni: Eru "vondir bankar" góð hugmynd?
Svarið er augljóst: Nei.  Pagrotsky segir meðal annars: Nordbanken var þjóðnýttur og nýrri stjórn var falið að annast endurreisn hans. Það kom hins fljótt í ljós, að nýju stjórnendurnir höfðu engan tíma til að sinna eiginlegri bankastarfsemi, heldur voru þeir uppteknir við að greiða úr hinu mikla og fjölbreytta eignasafni hans.
Pagrotsky heldur áfram: Lausnin róttæka fólst síðan í því að skilja frá allar eignir, sem ekki snertu grunnstarfsemi bankans, aðallega fasteignafélög en einnig framleiðslu-, byggingar- og þjónustufyrirtæki.
Þessi skrif samræmast vel tillögum mínum um að aðskilja fjármálaþjónustu.  Þegar búið er að skilja frá eignir í grunnstarfsemi banka er hægt að einbeitta sér að rekstri hans og láta aðra um að greiða úr stærri fortíðarvandamálum.  Eignarhaldsfélög, eða "vondir bankar" eins og hann svo skemmtilega kallar þau, koma að góðum notum við að endurheimta eigur.
Aðskilnaður eykur einnig gegnsæi í bönkum með grunnþjónustu.  Fjárframlög til að viðhalda slíkri þjónustu verða að vera gegnsæjar.  Slíkt mun seint eiga sér stað í eignarhaldsfélögum, hvort sem þau eru í ríkiseigu eða einkaeigu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband