1929 - Endalok the Roaring Twenties og upphaf hrunsins fyrir 80 árum síðan
21.10.2009 | 10:09
Í dag, 21. október, eru 80 ár síðan að hrunið mikla hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Ólíkt hruninu árið 1987 þegar að Dow Jones hlutabréfavísitalan fell um rúm 22% á einum degi, þá var lækkunin 1929 dreifð yfir nokkra daga, aðallega í október en hlutabréfavísitalan náði þó ekki lágmarki fyrr en 13. nóvember. Eftir það fór vísitalan á flug á nýjan leik næstu mánuði en þá tók við enn verra fall þegar að hlutabréf lækkuðu hægt og bítandi næstu mánuði og ár. Árið 1932 var gildi hlutabréfavísitölunnar ekki nema rétt rúmlega 10% af því sem hún var á hátindi sínum árið 1929 og náði ekki sömu hæðum aftur fyrr en 1955, 26 árum síðar.
Ég mun á bloggsíðu minni fjalla lauslega um hrunið næstu daga samhliða því að fara yfir þróun fallsins sem náði mestum þunga 29. október. Hafa þeir dagar almennt verið lýstir sem svartir vikudagar (Black Monday osfrv.) en þetta var í raun meira fyrst svört vika sem breytist í svartan mánuð. Fallið hófst reyndar nokkrum vikum áður. Eftir nokkurs konar togstreitu sem stigmagnaðist á milli fræðimanna síðustu mánuði fyrir hrun þá fór að renna á hluta almennings tvær grímur smám saman í september. Mánuðina áður höfðu verðbréfasalar verið að hækka vaxtaálag til kaupa á hlutabréfum en almenningur lét slíkt lítt á sig fá og sífellt fjölgaði þeim sem keyptu verðbréf út á krít (slíkt jókst jafnvel þegar að markaðurinn féll í þeim mánuði). Nýir þátttakendur voru því líklegast að stíga sín fyrstu spor (eða fjölga þeim) samtímis því að aðrir fóru að fá kaldar fætur. Því má segja að þessi þróun hafi verið þeim til happs sem voru að selja; þeir þurftu kaupendur sem voru nýliðar á markaðinum til þess að verðið félli ekki þeim mun meira (oft er sagt í sögulegum fjármálafræðum að djöfullinn taki þá sem aftastir séu í röðinni, eða Devil Take the Hindmost). Það var í upphafi september, nánar tiltekið 3. september þess árs sem markaðurinn (eða hlutabréfavísitalan) náði hæstu hæðum, en það er einnig almennt talið vera upphafið að fallinu. Tveimur dögum síðar spáði Roger Babson á fyrirlestri að fyrr eða síðar yrði hrun á mörkuðum og að það yrði hrikalegt. Líkti Babson verðandi hruni við fasteignahruninu sem átti sér stað í Flórída 1926 þar sem margir töpuðu gríðarlegum upphæðum. Babson hafði spáð þessu einnig 1927 og 1928, aðeins til að verða að svolitlu aðhlátursefni. Það sem var merkilegt þó var að þetta virtist hafa áhrif á bjartsýnina sem ríkti á mörkuðum. Einhverjir augljóslega hlustuðu á viðvaranir hans í þetta sinn þó svo að almennt væri hann úthúðaður í fjölmiðlum fyrir að segja sinn hug.Þó svo að góðir dagar ættu sér einnig stað í september þá fjölgaði slæmu dögunum jafnt og þétt. Hægt er að sjá eftir á að fall var að eiga sér stað þó svo að slíkt sé ómögulegt að slá á föstu í hringiðu hvers tíma. Ef til vill varð það að staðhæfingar um að allt væri í lagi ('fundamentals strong') frá mönnum með þekkingu höfðu lítil áhrif á gengi hlutabréfa sem skóp vantrú almennings smám saman. Bjartsýni var þó enn almenn.Vikuna fyrir upphaf hins mikla hruns féllu hlutabréf almennt í virði og meira var af slæmum fréttum. Laugardagurinn 19. október var annar veltumesti laugardagur sögunnar og féll gengi hlutabréfa töluvert. Daginn eftir voru dagblöðin stútfull af fréttum um lækkunina en það sem olli jafnvel enn meiri titringi voru fregnir um að margir væru að fá tilkynningar um að leggja þyrfti inn frekari upphæðir til tryggingar á lánum vegna hlutabréfakaupa. Mánudaginn 21. október var slæmur dagur. Magn viðskipta var gífurlegt enda þriðji veltumesti dagur sögunnar. Það sem e.t.v. skipti þó meira máli var að uppfærsla á verðum náði ekki að halda í við raunveruleikanum, þ.e. verðin sem birt voru endurspegluðu ekki nauðsynlega gengið hverju sinni í kauphöllinni. Þetta hafði gerst nokkrum sinnum áður en þá vissi fólk almennt ekki hversu mikill hagnaður dagsins var; nú vissi fólk ekki hversu mikið tapið var og vegna lána til hlutabréfakaupa fór þeim fjölgandi sem heltust úr lestinni. Slík óvissa er nagandi. Jákvæður viðsnúningur var þó í lok dags þannig að nokkrar bjartsýnisraddir voru enn til staðar. Fjallað verður um þær á morgun.
Minni á að ég verð með fyrirlestur í fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins þann 30. október sem nefnist Once in Khaki Suits, sem er tilvísun í lagið Brother, Can You Spare a Dime? Fjallað verður um samanburð um eigindlega þætti þess tímabils sem gjarnan er nefnt the Roaring Twenties sem var undanfari hrunsins í Bandaríkjunum og þess tíma mikillar bjartsýni sem við Íslendingar byrjuðum að upplifa árið 2003 og stóð fram að hausti 2008.Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 26.10.2009 kl. 22:09 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Már,
Góð grein hjá þér en ein smá athugasemd. 1929 var fyrir 80 árum síðan.
Bestu kveðjur
Guðmundur Sverrir Þór, 21.10.2009 kl. 13:45
Takk! Meinloka, ekki i fyrsta sinn! 70 => 80! mwm
Már Wolfgang Mixa, 21.10.2009 kl. 16:55
Saksóknari á Indlandi hefur ákært tvo menn vegna morðsins á bresku táningsstúlkunni Scarlett Keeling í suðausturhluta landsins í fyrra. Stúlkan var drepin þar sem hún dvaldi með fjölskyldunni sinni í hálfs árs fríi á Indlandi.
Samson D'Souza og Placido Carvalho eru báðir ákærðir manndráp og fyrir að beita fórnarlamb sitt ofbeldi með það að markmiði að "misbjóða velsæmi hennar," eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Central Bureau of Investigation (CBI). Jafnframt eru þeir ákærðir fyrir að byrla henni ólyfjan í því skyni að valda henni meini.
Málið var tekið fyrir í fylkinu Goa sem er í suðausturhluta landsins. Þegar málið kom upp á sínum tíma hélt lögreglan í Goa því fram að Keeling hefði drukknað snemma árs 2008, þegar lík hennar fannst illa útleikið og hálfbert á ströndinni Anjuna sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Móðir stúlkunnar, Fiona MacKeown, sætti sig ekki við þessi svör og sökum þrýstings frá henni létu stjórnvöld framkvæma aðra krufningu og fóru með málið sem morðmál. Rannsókn málsins var í framhaldinu sett í hendurnar á CBI. Lögmaður MacKeown óskaði eftir því að mennirnir tveir yrðu sóttir til saka fyrir nauðgun og morð, en ákærur CBI eru nokkuð mildaðir. Táningsstúlkan Scarlett Keeling var ásamt fjölskyldu sinni
Krímer (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.