Lánasöfnin einfölduð og unnið er úr þeim með skilvirkum hætti

Bjarni segir í umræðu um endurreisn efnahagslífsins ... gríðarlega mikilvægt, að ríkissjóður taki ekki á sig of mikla áhættu við endurreisn bankanna.  Svo segir hann að það "væri sérstaklega brýnt að stjórnvöld komi kröftuglega til móts við atvinnulífið og aðstoði það við að komast yfir erfiðasta hjallann."

Þetta er rétt hjá Bjarna en slíkt er h.u.b. ómögulegt með því að fara yfir lánasöfn 3 banka sem eru innan alls kyns annara lánasafna.  Hann kvartar yfir því hversu langan tíma það hefur tekið að kortleggja stöðu heimila og fyrirtækja. 

Einföld leið er að aðskilja þessa þætti, þ.e. einstaklingsþjónustu og fyrirtækjaþjónustu.  Það þarf að stofna fyrirtækjabanka sem vegur og metur hvaða fyrirtæki eigi að fá að lifa.  Þau sem fá að lifa sem sjálfstæðar einingar fara á markað sem fyrst.  Þannig eru þau virk í samkeppni og önnur fyrirtæki þurfa ekki að líða fyrir það að vera betur rekin.  Dæmi eru um að sum vel rekin fyrirtæki fái slakari lánskjör en illa rekin fyrirtæki því að illa reknu fyrirtækin eru með óbeina ríkisábyrgð.  Kvartar Warren Buffett m.a. um þetta í nýjustu ársskýrslu sinni.

Þau fyrirtæki sem eftir eru fara annaðhvort á hausinn eða fara í ríkiseigu.  Þau fyrirtæki sem fara í ríkiseigu eru augljóslega aðeins þau sem ekki geta fótað sig á frjálsum markaði en veita þó það mikinn þjóðfélagslegan ábata að tilvist þeirra er áfram réttlætanleg.


mbl.is Lánasafn nýju bankanna afar lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband