100 daga áætlun - Endurreisn bankanna - Aðskilnaður í bankarekstri, SNB og aukið sjálfstæði SÍ

Lykilatriði við endurreisn efnahags Íslands er að ná aftur trausti almennings og erlendra aðila á fjármálakerfi landsins.  Ný ríkisstjórn þarf að skipa sérstaka nefnd hið fyrsta með sjálfstæði til erfiðra ákvarðanna.  Helstu verk þeirrar nefndar væri að:

  1. Aðskilja bankarekstur
  2. Stofna nýja banka
  3. Auka sjálfstæði Seðlabankans á ýmsum sviðum

Bankarekstur - Það þarf enga skoðanakönnun til að staðfesta að traust almennings til íslenskra banka er lítið.  Traust er hins vegar orðið sem þarf að vera til staðar í huga fólks eigi íslenskir bankar að ná fótfestu á nýjan leik.  Einfaldasta aðgerðin í þeim efnum er að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarþjónustu þeirra.  Viðskiptaþjónustan nýtur þess að innstæður eru tryggðar af ríkinu.  Rétt væri að slíkir bankar væru u.þ.b. 40% í eigu ríkisins og afgangurinn í dreifðri eignaraðild.  Hægt væri að veita erlendum kröfuhöfum einn slíkan banka upp í skuldir, ein 40% ríkisbanki sæti eftir ásamt sameinuðum sparisjóði Íslands.  Lilja Mósesdóttur hefur lýst því yfir að hún sé hlynnt slíkum aðskilnaði, vonandi notar hún nýtilkomin áhrif sín til að koma slíku í verk.

Stofna nýja banka - Fjárfestingararmur bankanna fer í nýja banka.  Slíkur banki tæki við þeim eignum sem hægt væri að skapa virði úr.  Þær eignir sem aðeins eru rekstrarhæfar vegna þjóðfélagslegs ábata færu undir vernd ríkis og sveitarfélaga.  Slíkur banki færi fljótt að mestu í eigu stofnannafjárfesta en bakhjarl þeirra nyti ekki ríkistryggingar.

Sjálfstæði Seðlabankans er nauðsynleg aðgerð.  Stýrivaxtaákvarðanir bankans þurfa að endurspegla ríkjandi efnahagslegar aðstæðum hverju sinni.  Til að vextirnir beri tilætlaðan árangur þarf bankinn einnig að hafa sjálfstæða skoðun varðandi áhrif ákvarðanna sem stjórnvöld taka og afleiðingar þeirra.  Sú þróun undanfarin ár að SÍ hækki stöðugt vexti samhliða þensluhvetjandi ákvörðunum stjórnvalda má ekki eiga sér stað á nýjan leik. 

Þetta er, í stuttu máli, þau markmið sem 100 daga áætlun endurreisnar fjármálakerfisins ætti að einblína á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er ekki sammála hugmyndum þínum Már, um Seðlabankann. Við þurfum nýja peningastefnu, en ekki að vaða lengra út í forað torgreindu peningastefnunnar.

Seðlabankinn er gamaldags ríkisstofnun, sem við þurfum að losna við. Við þurfum markaðsstýrt peningakerfi og það fæst annað hvort með "fastgengi undir stjórn Myntráðs" eða formlegri Dollaravæðingu, sem líka er hægt að nefna "hreint flotgengi".

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Loftur, held að þú sért að vitna í grein sem þú skrifaðir um daginn (?).  Ef svo er, gætir þú sett hlekk greinarinnar í athugasemdafærsluna?  Þetta gæti orðið áhugaverð umræða!

Már Wolfgang Mixa, 11.5.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Már, að ég hef skrifað margar greinar um peningastefnu landsins og mér er ánægja að setja hlekk á nokkrar þeirra hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/866047/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/852963/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/847480/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/821455/

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Takk Loftur, verð með frekari umræðu um þetta innan tíðar, fæ að nota þínar skoðanir, þögn sama og samþykki!

Már Wolfgang Mixa, 13.5.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband