Heimurinn í augum Black

Fyrirlestur William Black í gær var afar áhugaverður.  Hann telur að bókhaldskúnstir sé helsta tól fjárglæframanna við að koma fjármagni kerfisbundið frá almenningi til örfárra manna.  Aðferðin er í stuttu máli þessi:

  • Veita fólki lán sem ólíklegt er að geti greitt þau til baka
  • Slík lán fylgja almennt há gjöld sem bókfærast strax sem hagnaður
  • Gíra starfsemina eins mikið og unnt er þannig að hver króna skapi enn meiri hagnað
  • Viðhalda örum vexti á meðan að hagvöxtur er jákvæður
  • Þetta leiðir til mikils hagnaðar og hárra bónusgreiðslna svo lengi sem veislan varir

Til að koma ofangreindu í verk þarf að skapa landslag sem gerir það að verkum að fáir fetti fingri út í vafasamar ákvarðanir.  Slíkt miðar fyrst og fremst að því að draga úr eftirliti og óþægilegum spurningum.  Helstu verkfærin eru:

  • Board of Directors - Veita stjórnum lán til kaupa bréfa í eigin fyrirtækjum - þannig eru hagsmunir þeirra orðnar beintengdar hagsmunum stjórnenda á bónustengdum launum sem miða að skammtímahagnaði og aðfinnslur á ákvörðunum ólíklegri
  • Inside Controls - Borga helstu aðilum stjórnendateymisins háar greiðslur með svipuðum hætti og áhrifum og gert er við stjórnarmeðlimi
  • External Controls - Greiða endurskoðendum veglega til að draga einnig úr þeirra gagnrýni á ársreikningum
  • Softly Softly - Vinna stöðugt í því að eiga góð samskipti við aðila sem stunda regluverk þannig að þeir taki síður föst tök á nauðsynlegum málum

Black telur að sterkir persónuleikar sem nánast drottna yfir fyrirtækjum sé sterkt viðvörunarmerki um ofangreinda stjórnunarhætti.  Í umræðum kom fram að Black gefur lítið fyrir Stress Test í sjálfu sér, en FME hefur verið gagnrýnt fyrir jákvætt mat á slíku rétt fyrir bankahrun.  Slík próf eru í raun gagnslaus án rökvísrar greiningar.

Hann tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málefni Íslands til hlítar en sýnist við fyrstu sýn að munstrið varðandi stýrð fjársvik samsvari því munstri sem hann hefur áður séð annars staðar.  Helsti lærdómurinn sé að koma auga á ofangreindar upptalningar og halda þróun þeirra í skefjum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef maður vill stela í í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í að setja lögin sjálfur. - Halldór Kiljan Laxness , 26. kafli Organistinn við Uglu

Guðmundur Finnsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Góður gátlisti að hafa með sér inn í framtíðina ef hér skildi aftur skapast einhver auður sem yrði þess virði að stela.

Héðinn Björnsson, 12.5.2009 kl. 17:08

3 identicon

Allar opinberar stofnanir samfélagsins brugðust varnarlausum almenningi. Ný stjórn virðist hvorki hafa getu né skilning á málinu til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Afleiðingr hrunsins á Íslandi eru aðeins að litlu leiti komnar í ljós. Ég efast um að haldið verði uppá jólin í ár og áður óþekkt útfærsla af flugeldasýningum og brennum muni viðhöfð!

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ekki annað að sjá en maðurinn sé að lýsa því sem gerðist hér og er enn að gerast (sbr. fréttir af Teymi hf.). Var það ekki Kiljan sem hafði þau orð að ekki væri rétt að biðja íslenskan embættismann að halda á barni yfir læk, því hann væri vís með að nota tækifærið til að drekkja því?

Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 19:03

5 identicon

Góður útdráttur hjá þér Már.

Þessi athugasemd um "sterkir persónuleikar" hringir sömu bjöllum og 'duglegu starfsmennirnir sem vilja hlest aldrei fara úr vinnunni' , en þeir eru samhvæmt bókini taldir líklegastir til fjársvika. Ísland átti einfaldlega 'duglegustu' bankamenn norðan Alpafjalla. ;)

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: IGG

Takk fyrir mjög góða samantekt á aldeilis frábærum fyrirlestri :))

IGG , 13.5.2009 kl. 07:38

7 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Sæl og takk fyrir innlitin.  Kristinn Hrafnsson fjallaði um það á Eyjunni (Silfur Egils) að á fyrirlestrinum hafi komið fram að matsfyrirtækin brugðust illilega.  Voru þau að veita íbúðalánapökkum AAA lánsmatshæfi en þau hefðu einfaldlega getað litið á lánaskjölin og séð hvað væri raunverulega í gangi.  Þessi hugmyndafræði að tölfræðilegar upplýsingar væru það sem máli skiptir svipar til Stress Tests, þ.e. að rökvís nálgun sé sett í afgangsstærð.  Kallast slík ógagnrýnin nálgun Garbage In, Garbage Out. 

Már Wolfgang Mixa, 13.5.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband